Rafmögnuð ráðgjöf

Áralöng reynsla af öllu sem viðkemur rafmagni.

Þjónusta

Verkefnastýring

Rafráð tekur að sér verkefna­stjórn á ýmsum verkefnum bæði stórum og smáum. Verkefna­stjórn er allt frá hugmynd, undirbúning, fram­kvæmd, skipu­lagningu, áætlana­gerð og eftirlit með verkefnum. Útvega verktaka halda utan um og stýra fram­kvæmd og fylgjast með verkinu.

Rafteikningar

Rafráð hefur yfirgrips­mikla reynslu í verklegum fram­kvæmdum sérstaklega tengdum rafmagni. Áralöng þekking og reynsla við lagningu og rekstur rafdreifi­kerfa ásamt vinnu á lág- og háspennu­sviði. Rafráð leitast eftir því að finna nýjar og hagkvæmar lausnir viðskipta­vinum til hagsbóta.

Byggingarstjórn (flokkur 1)

Rafráð getur tekið að sér byggingar­stjórn í flokki 1, Byggingar­stjóri er fulltrúi eiganda og starfar í hans umboði. Byggingar­stjóri sér um að teikningum og reglu­gerðum sé fylgt á verkstað. Byggingar­stjóra I er heimilt að stjórna fram­kvæmdum við nýbyggingu, viðhald, breytingu, endur­byggingu og niðurrif mannvirkja sem eru allt að 2.000 m² að flatarmáli og mest 16 m að hæð.

Rafteikningar

Rafráð hefur löggild hönnunar­réttindi til þess að skila inn raflagna­teikningum.

Umhverfi og öryggi

Öryggismál

Rafráð ehf hefur það markmið í öryggis- og heilbrigðis­málum að skapa slysa­lausan vinnu­stað þar sem enginn starfs­maður, verk­taki eða almenningur bíður heilsu­tjón vegna starfseminnar.

Allir sem starfa fyrir Rafráð ehf. eru ábyrgir fyrir eigin öryggi, eru talsmenn aukins öryggis síns og annarra sam­starfs­manna sinna og leitast við að koma auga á, meta og stjórna áhættum í vinnu­umhverfinu. Ekkert verk er svo mikilvægt að fórna megi öryggi fólks við framkvæmd þess.

Öryggis-, heilsu- og vinnu­umhverfis­mál eru þannig óaðskiljanlegur hluti af allri starfseminni.

Umhverfismál

Rafráð starfar í sátt við umhverfið og leggur sitt af mörkum til sam­félagsins. Með því að vinna verkefni þannig að þau séu endingar góð bæði í efnis vali, nýtingar- og þróunar­möguleikum. Leitast er við að raska ekki umhverfi að óþörfu, gerist þess þörf er því skilað í sama eða betra ástandi en áður. Rafráð leggur sitt af mörgum til þess að stuðla að orku­skiptum eins og kostur er.

Umhverfis­stefna fyrirtækisins skal endur­skoðuð reglulega með umbætur í umhverfis­málum í huga.

NÝTT!

Veituhús

Hús fyrir tveggja spenna dreifistöð undir 15fm og því einungis tilkynningarskilt fyrir byggingaráform.

Um mig

Ég, Páll Þór Vilhelmsson er stofnandi og eigandi Rafráðs ehf. Ég er menntaður rafvirki frá Tækni­skólanum og Raf- og rekstrar­iðnfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík ásamt því að vera byggingarstjóri, hönnuður og löggiltur rafvirkja­meistari. 

Mikið af minni reynslu kemur frá Orkuveitu Reykjavíkur en þar starfaði ég í 15 ár á ýmsum sviðum. Má þar nefna rafvirki og á bakvöktum í veitukerfi Veitna, hönnuður, aðgerðarstjórn og vaktmaður í virkjunum ON, verkstjóri rafvirkja veitna og sem verkefnastjóri. 

Ég hef einnig  tekið að mér verkefni samhlið starfi hjá Veitum, sem byggingar­stjóri á nýbyggingum, rafvirkja meistari og hönnun á raflagna­teikningum.

Hafðu samband

rafrad@rafrad.is

8 500 800